Nál og Tvinni
JUKI DDL-9000C BEINSAUMSVÉL
JUKI DDL-9000C BEINSAUMSVÉL
Hljóðlát beinsaumsvél með tölvustýringum. Vélin getur stillt þyngd á saumfæti og færslu flytjara sjálfkrafa um leið og saumað er og stilling á þráðspennu nálartvinna er einnig tölvustýrð. Hægt er að geyma stillingar fyrir ákveðnar framleiðslueiningar í stýrikerfinu og breyta þeim á einfaldan hátt, bæði á stýriborði á vélinni og snertilaust frá Android spjaldtölvu. Þessi vél er hönnuð fyrir saumastofur sem framleiða fjölbreittar vörulínur.
Mótorinn er innbyggður í vélina og olía er í lokuðu kerfi. Vélin er „semi-dry“, þ.e. nálstöng og þráðgjafi þurfa ekki olíu sem dregur úr líkum á olíusmiti í efni við saum.  Gott rými undir armi og innbyggt, stillanegt LED ljós við nál.
-Mesti saumhraði:            5.000 spor á mínútu
-Mesta sporlengd:           5 mm
-Nálar:                                  134 (DBx1), Nm. 65-110 (#9-18)
Allar okkar iðnaðarvélar eru afhentar samsettar í borði og tilbúnar til notkunar.
Vinsamlegast hafið samband til að fá upplýsingar um verð.
Slóð inn á kynningarmyndband á youtube
Share
